Skilmálar

Skilmálar 

Almennt

Aðgangur og notkun vefverslunarinnar á mayfair.is er háð eftirfarandi skilmálum.  Ef farið er inná vefsíðuna og með því að leggja fram pantanir, samþykkir kaupandi eftirfaranid skilmála.
Ef einhverjar spurningar vakna, endilega hafið samband við mayfair@mayfair.is.

Við reynum eftir fremsta megni að setja myndir inná heimasíðuna okkar sem sýna vörur í réttu ljósi og litum. 

Verð og Greiðslur

Hægt er að greiða með greiðslukorti, Netgíró eða Paypal. 

Verð á vörum eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Mayfair sér rétt til að hætta við viðskipti fyrirvaralaust vegna rangra upplýsinga. 
Mayfair áskilur sér rétt á að breyta verði á vörum fyrirvaralaust. 

Afhending

Þegar neytandi verslar í vefverslun Mayfair er hægt að velja á milli þess að sækja í pöntun eða fá pöntunina senda heim.  Pantanir eru í flestum tilfellum afgreiddar daginn eftir pöntun, en í sumum tilfellum getur það tekið 2-3 daga. 

Við sendum tölvupóst þegar pöntun hefur verið afgreidd og er á leiðinni. 

Frí heimsending er fyrir pantanir yfir 8990 ISK.

Mayfair tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir gefi upp réttar upplýsingar eða séu með réttmerktar póstlúgur/póstkassa. 

Skilaréttur

Skilaréttur á vörum sem keyptar eru á Mayfair.is er 14 dagar frá kaupdegi að því tilskildu að varan sé ónotuð, í upprunalegu standi og upprunalegum umbúðum.
Vörureikningur skal fylgja með skilavörum. 
Ef skilyrði um skilarétt eru uppfyllt, er hægt að kaupa nýja vöru á sama verði eða fá inneignanótu uppá sama verð. Ef skilyrði eru ekki uppfyllt áskilur Mayfair sér rétt til þess að taka ekki við vöru. Sendingargjöld eru ekki greidd vegna skilavöru. 

Trúnaður

 Mayfair heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhent þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

 

Þegar þú skráir þig á póstlista Mayfair.is samþykkir þú að fá send tilboð og upplýsingar um nýjar vörur. Upplýsingar viðskiptavina eru trúnaðarupplýsingar og eru ekki afhentar þriðja aðila. Til þess að afskrá sig af póstlista, sendið tölvupóst á mayfair@mayfair.is

Mayfair áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á skilmálum þessum með engum fyrirvara.